Þessi hvað ef mál eru ótrúlega vandmeðfarin enda halda flestir sagnfræðingar sig í hæfilegri fjarlægð, allavega á opinberum vettvangi enda ógerlegt að láta hugan ekki flakka endrum og sinnum.
Persónulega finnst mér svona pælingar mjög áhugaverðar en þó verður að hafa það hugfast að þetta er grátt svæði fræðilega og einstaklega þröngur stígur að feta.
Um þessa tilteknu hvað-ef spurningu þá er lítið að segja, hún bíður ekki upp á þær pælingar sem maður vonast eftir, í henni felst of mikil smækkunarhyggja.
Ég hugsa að það hefði mjög litlu breytt hvort hann hefði lifað af eða ekki, Habsborgarar hefðu ekkert frekar liðið það að reynt yrði að gera erfingjanum banatilræði. Eins er hægt að halda því fram að ástandið í Evrópu á þessum tíma hafi einfaldlega verið eins og púðurtunna og aðeins vantað neistann til að sprengja allt í loft, aðeins tímaspurslmál hvenær og í hvaða formi þessi neisti hefði kviknað.