Sælar/ir,

Ég rakst á þessa síðu í áðan: http://skodun.is/2000/12/08/lydveldid-bretland/
Ekki það að ég hafi neinn sérstakan áhuga á Lýðveldinu Bretlandi, hversu líklegt sem að það verði til á næstunni) þá var nokkuð annað sem vakti athygli mína:

Fyrr á öldinni unnu nokkrir mætir Íslendingar að því að koma hér á fót konungsveldi þegar Ísland yrði sjálfstætt og fullvalda ríki. Þá stóð til að bjóða norrænum eða þýskum prins konungsembætti á Íslandi. Viðkomandi yrði konungur og embættið gengi í erfðir til afkvæma viðkomandi. Ég geri ráð fyrir að flestum lesendum þyki þetta hjákátlegar hugmyndir íhaldssamra manna. En er þetta að einhverju leyti hjákátlegra en konungsveldin sem við þekkjum í dag? Það held ég ekki.

Hafið þið heyrt um þetta áður? Ef svo er væri gaman að fá að vita meira um þessa hugmyndafræði, að gera Ísland að konungsríki en ekki lýðveldi.
Það er nefnilega það.