Mér fannst soldið erfitt að segja mína meiningu með þessum takmörkuðu möguleikum, mér finnst ekki að íslendingar ættu að taka upp ásatrú sem ríkistrú, en mér finnst ekki heldur að kristni ætti að vera ríkistrú, reyndar finnst mér ekki að það ætti að vera nein sérstök ríkistrú, en menn bara vera af hvaða trúarbrögðum sem þeim sýnist (nú eða trúlausir eins og ég:).
Hver var meiningin með þessari spurningu, var það hvort íslendingar yfirleitt ættu að taka upp ásatrú (sem er nú þrátt fyrir allt bara frumstæð náttúruaflatrú) eða hvort ásatrú ætti heima sem ríkistrúarbrögð hér?