Bandaríkin höfðu næga olíu og töluvert meiri iðnaðarframleiðslu og getu til iðnaðarframleiðslu ef til alsherjarstríðs kæmi. Hins vegar er hafið alltaf stór hindrun í stríði á milli þessara tveggja aðila, Bandaríkin hefðu varla getað gert stóra og skipulagða innrás í Þýskaland/Evrópu án þess að hafa base of operations á Bretlandi (gefið að Bretar væru ekki með í þessu stríði) og Því síður að Þjóðverjar myndu getað gert sjóinnrás eða innrás what so ever í Bandaríkin, bæði vegna flotaleysis og vegna landfræðilegra ástæðna.
Bandaríkjamenn gætu þó alltaf reynt að “hertaka” Bretland og notað Bretlanseyjar sem stökkpall inn í Evrópu/Þýskaland, eða Noreg eða önnur heppileg lönd ef út í það er farið (ATH: Ef Bandaríkjamenn myndu hertaka Bretland friðsamlega, t.d. eins og Bretar hertóku Ísland, jafngilti það því að Bretar myndu mynda bandalag með Bandaríkjamönnum og þá erum við komin út fyrir hugtakið “Bandaríkin v.s. Þýskaland”. Þannig að í þessu scenario ef Bandaríkin ætluðu sér að ná Bretlandseyjum þyrftu þeir að sigra Breta í stríði og það er annar handleggur).
Allt aðra sögu er að segja ef Þýskaland og Bandaríkin lægju landfræðilega saman og gætu barist í hefðbundnum landhernaði, þannig að annað ríkið réðist inn í hitt. Þá væri meira vit í að bera þessi lönd saman.
Segjum sem svo að Bandaríkjamenn og Þjóðverjar myndu berjast í slíkum aðstæðum, þ.e þar sem hvorugur aðilinn þyrfti að fara yfir úthaf til að komast að hinum og hvorugur aðilinn væri í stríði á öðrum vígstöðvum (eins og Þjóðverjar í Sovétríkjunum), þá vegur hertækni- og agi upp á móti betri iðnaðargetu. Það væri jafn leikur en býst ég þó við að Þjóðverjar gætu náð yfirhöndinni vegna afar heppilegrar innrásarhæfni og án hugmyndafræðilegs-tótalíteranísks einræðis myndu Bandaríkjamenn átt á hættu á að missa samstöðu þjóðar, framleiðslu, og hers og væru þar af leiðandi töluvert líklegri til að gefast upp eða enda í stjórnleysi. (ATH: Ég reikna þó með því að Bandaríkjamenn gætu verið líklegri til að hafa meiri baráttuvilja út í bláendann en aðrar lýðræðisþjóðir þó varlega skuli fara með það. En víst er að varla myndu þeir berjast til síðasta manns líkt og Þjóðverjar eða Rússar væru líklegir til, einmitt vegna þess hvernig landi og þjóð í þeim ríkjum var stjórnað á erfiðum tímum sem þessum af tótalíteríanískum ríkisstjórnum þeirra).
Bætt við 15. október 2009 - 01:21
On second thought, þá ætla ég að fjarlægja allan vafa úr pælingum mínum um ímyndað stríð líkt og þetta sem ég nefndi síðast. Þjóðverjar höfðu yfirburðarlandher og flugher og hefðu því strax náð yfirhöndinni og orðið árásaraðilinn (ef þeir voru hann ekki strax í upphafi).
Auk þess eins og Copperfield benti á hér að ofan myndu, í raunveruleikanum, Þjóðverjar aldrei getað ráðist inn í Bandaríkin vegna flotaleysis og Bandaríkjamenn aldrei getað ráðist inn Þýskaland vegna landhersyfirburðar.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,