Ég veit ekki, líklega því ríkari menn tapa á kommunisma, og eru duglegir við að drulla yfir kommúnisman sem hefur bara fest sig í sessi eftir áratugalangan áróður. Önnur dæmi um áróður sem hefur bara fest sig í sessi eru t.d. týpíkalska hugmyndin að Bandraíkjamenn séu góðu kallarnir, óvinir þeirra vondu kallarnir.
Auðvitað er ekki til hreinn mórall og svart og hvítt, bara mismunandi grá svæði, enn samt eru Bandaríkjamenn alltaf góðu kallarnir, sama hvað það er. Á sama hátt er hugmyndin að kommúnismi sé illur fastur í hugum margra, eftir áróður kalda stríðsins.
Auðmenn eru samt allveg rosalega góðir í að láta fólkið fá heimskulegar hugmyndir, til dæmis Jólasveinninn. Kaupmenn græða á honum, svo þeir studdu hann, og nú er hann orðinn fastur hluti af okkar menningu.
Áhugi sagnfræðinga fyrir kommúnisma gæti verið sá að með því að skoða söguna skoðar maður aðrar menningar, og eru sagnfræðingar oft meira opnari enn aðrir(hljómar ósennilega, enn samt) önnur ástæða gæti verið sú að sagnfræðingar kynna sér líka duldari staðreyndir, sem sýna að Bandaríkjamenn eru ekki góðu kallarnir, bara enn eitt heimsveldið sem ver hagsmuni sína með góðu eða illu.
Annars eldist kommúnisminn fljótt af fólki, menn gera sér oftast grein fyrir á endanum að mannkynið er of gráðugt, latt og ósamheldið til að kommúnisminn gangi upp. Annars voru góð dæmi um þetta í bókinni Þrúgur reiðinnar. Enn eins og einhver maður sagði, ,,þegar ég gef fátækum mat, er ég kallaður dýrlingur. Þegar ég spyr af hverju fátæklingarnir eiga engan mat, er ég kallaður kommúnisti.''
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.