Jú,jú, það er rétt, en það er einmitt svo að það kemur frumkristni ekkert við.
Kristur var réttlátur maður sem ekki fordæmdi annað fólk fyrir gjörðir þeirra. Hann var virtur af almúganum og eignaðist ýmsa fylgismenn sem trúðu á gildi hans.
Frægustu þessara fylgismanna voru 12 einstaklingar sem fylgdu honum hvert fótmál og eru þekktir sem lærisveinarnir.
Eftir að Jesú lést áttu þessir 12 lærisveinar fótum sínum fjör að launa sökum ofsókna og að lokum fór það svo að þeir höfðu allir verið drepnir.
Það voru ekki bara þessir 12 lærisveinar sem voru ofsóttir heldur allir kristnir menn.
Frægastur ofsækenda á þessum tíma var hershöfðinginn Sál, sem var fordómafullur og illskeittur maður. Síðar sneri hann við blaðinu, gerðist kristinn og tók upp nafnið Páll.
Allavega seigir sagan það, ég er á öðru máli.
Páll postuli hefur verið margrómaður í gegnum tíðina fyrir að hafa upphafið og barist fyrir kristni í heiminum, en ef gluggað er í bækurnar sem hann skrifaði þá má greinilega sjá hvernig hann kemur fyrir fordómum gagnvart minnihlutahópum og fordæmingar. Að vísu er þetta að mestu tekið úr gamla testamentinu en eins og Sál/Páll var innrættur þá er ég ekki hissa á að honum hafi líkað þessi túlkun.
Pétur postuli (Kletturinn) var kanski sá duglegasti af lærisveinum Krists við trúboð og réðist hann á múrinn þar sem hann var hæstur, eða öllu heldur til Rómar.
Á endanum var hann svo krossfestur einnig, og það á Péturstorginu í Róm. Hann baðst undan að vera krossfestur að sama hætti og Jesú þar sem honum þótti hann ekki vera þess verðugur og var þessvegna krossfestur á hvolfi (sem var alls ekki óalgeng krossfesting á þessum tíma).
Þaðan er komið öfuga krosstáknið og tilheirir Pétri, ekki satan.
Það voru fjöldi trúa og trúarbragða við líð í Róm á þessum tíma og var nóg pláss fyrir kristni líka. Aftur á móti var það almennt sammþykki að samþikja Keisarann sem guð einnig, en það þótti ekki við hæfi innan Kristinnar trúar og ríkti þessvegna talsverð óánægja milli Rómverska aðalsins og kristinna.
Við þekkjum víst öll söguna af því þegar Neró átti að hafa látið brenna Róm, kenna kristnum um og spilað á fiðlu meðan hann filgdist með eldshafinu.
Að sjálfsögðu er þetta beinn fréttaflutningur í gegnum kristina sögu og kýs ég að trúa ekki orði af því.
Í fyrsta lagi var rómarveldi þannig ríki að ef keisarinn vann gegn fólkinu var hann hreinlega drepinn og þessvegna hefði Neró aldrey komist upp með þetta gagnvart þegnum sýnum þótt hann hefði viljað.
Kristnir voru aftur á móti hópur uppreisnarseggja gagnvart ríkinu og það fer enginn að seigja mér það að þeir hafi verið of heilagir til að stofna til óeirða í kúgunarþjóðfélagi og kveikja í borginni, enda er það atburður sem á sér síendurtekið stað í sögunni og þess má geta að fyrir skemstu gátum við horft á það í sjónvarpinu þegar dönsk yfirvöld lokuðu ungdómshúsinu í Kaupmannahöfn.
Rómarveldi var risaveldi eins og við öll vitum, sem náði yfir öll helstu svæði evrópu og inn á hluta asíu og afríku einnig.
Þegar Konstantínus keisari var við líð átti hann í stanslausu höggi við hóp kristinna trúarmanna sem lifðu samkvæmt þeim skilningi að þeir væru frjálsir, þeas þyrftu ekki að hlíða keisaranum. Þetta var að liða stórveldið í sundur og því var gripið til aðgerða.
Á dánarbeðinu tók Konstantínus skírn og í kjölfarið fylgdi Rómverski aðallinn. Eftir að Ríka fólkið var farið að gangast undir kristni var stórfé eitt í að hafa uppi á bókum og bréfum upphafsmanna kristninnar og ekki sýður fordómsrit Páls.
Með samansuðu þessarra bóka í nýa testamentið sem var bætt aftan á það gamla og búin til sú biblía sem hefur í meigindráttum ekki breist síðan, þá var hægt að fara að hafa stjórn á þessum frelsishyggju múg sem kristnir voru, og gott betur þá var Rómarveldi lagt af í kjölfarið.
Kristnir lutu ekki Keisaranum sem guði, en þeir gátu lotið páfanum sem staðgengils hans á jörðinni.
Auður aðalsins var færður innfyrir kyrkjudyrnar og enn þann dag í dag má sjá hina mikklu fjársjóði Vatíkansins frá þessum aðgerðum.
Múrar Rómarveldis voru felldir, en þess í stað voru byggðar kirkjur um allt gamla rómarveldi og útsendarar Vatíkansins gátu hafist þar við.
Hvert ríki fékk sitt sjálfstæði á ný og konungsdæmi risu og urðu til sem höfðu þó öll það sameiginlegt að vera með kirkjur og presta sem gátu nánast án alls áreitis þvælst milli landamæra eins og kóngulóarvefur með anga sína yfir gjörvalla evrópu og víðar eins og vöxtur trúarinnar leifði í gegnum tímans tönn.
Mótspirnu var síðan spornað með ofsóknum og drápum gagnvart öllum þeis sem gáfu þessu stórveldi fingurinn, hvort sem kalla mætti það fyrir nornaskap, djöflatrú eða bara einfaldann heiðingjahátt.