Hann var a.m.k. næstum örugglega ekki ljóshærður og bláeygur, eins og á sumum myndum. Hins vegar er gaman að einu: Pabbi var einusinni með sítt hár og skegg (sem var aðeins betur snyrt), og mynd af Jesú uppi á vegg (þar sem Jesú var einmitt með sítt hár og myndarlegt skegg). Einusinni bar það til, að lítill strákur kom í heimsókn til okkar, og hann var á þeim aldri, að benda á allt og segja hvað það sé. Hann benti á kistu og sagði “Kista”, hann benti á ljósakrónu og sagði “Ljós” og hann benti á Jesúmyndina, og sagði “Skúli” (en pabbi heitir einmitt Skúli).
En svo er til þetta blessaða Túrin-klæði, sem menn vilja meina að sé líkklæði Jesúss, og að guðlegur máttur hans hafi sett mynd sína á klæðið. Og það er ekkert svo ólíkt flestum þeim myndum sem við sjáum.
En annars var hugmyndin hjá mér sú, hvort að sá sem gerði þessa mynd Karlamagnúsar hafi haft allar þessar Jésúmyndir í huga þegar hann gerði hana.<br><br>Þorsteinn.