Já! Þú hefur rétt fyrir þér! Hann ræðst á lönd með ofurefli liðs, tæknilega best búni og þjálfaði her í heimi, og sprengir allt í tætlur. Vel gert, en litla snilld þarf til þess að keyra yfir Pólska riddaraliðið, sem að vísu stóð sig vel, en hafði litla möguleika gegn 30 tonna skriðdrekum. Hins vegar stóðu herforingjar hans sig mjög vel, og stjórnuðu fámennu, og fjölmennu liði, til stórra sigra, sem Hitler var lítið með puttana í. 600.000 þjóðverjar við Stalíngrad, dauðir eða handsamaðir, eiga litla samleið við snilld. Hinsvegar má líta á 19.000 hermenn, 6000 riddara og restina gangandi á móti 45.000 manna rómverskum her, á heimavelli!, stjórnað af einum manni, á staðnum ásamt tryggum herforingjum, og þvílik taktísk snilld, að sigra! Hannibal tekur Hitler í nefið!! Napóleon líka, Khan líka, Isabella og Ferdinand líka, Ólafur Tryggvason líka, Bismarck líka, listinn er langur, en Hitler er einhversstaðar á honum, toppurinn er bara Herðubreið í augum bensínlauss bíls.