Ég hef séð að það eru margir korkar um að fólk er að leita að heimildum og þá mikið á netinu. Er sjálfur í háskóla og hef komist að því að netheimildir eru ekki mikils metnir þar.
Þess vegna er ég til í að bjóða þeim sem hafa áhuga að hafa samband við mig til að fá leiðsögn í heimildarvinnu. Er mikið upp á þjóðarbókhlöðu og get hitt fólk þar til að finna bækur ofl.
Mæli eindregið með því að þið temjið ykkur góð vinnubrögð í þessum málum strax í framhaldsskóla og sparið ykkur þar með vinnu sem þið þurfið hvort eð er að gera þegar/ef þið farið í háskóla.
Efast ekki um að kennarar taki það til tekna að vera með góðar og traustar heimildir og með góða heimildaskrá þegar þið skilið ritgerðum.
Ef þið hafið áhuga sendið mér bara skilaboð.
,,Always do sober what you said you´d do drunk. That will teach you to keep your mouth shut" -Ernest Hemmingway