Ég held að Gavrilo hafi dáið í fangelsi aðreins nokkrum árum eftir morðin.
Þessi morð eru einhver þau merkilegustu í sögunni.
Hvernig liði ykkur ef þið fengjuð að vita að ykkar gjörðir myndu hrinda af stað atburðarrás sem innihéldi tvær heimsstyrjaldir og dauða og limlesting tuga ef ekki hundrað milljóna manna.
Auðvitað var þetta aðeins dropinn sem fyllti mælinn en engu að síður er það örugglega óskemmtilegt að bera svona ábyrgð.
Svona til að halda áfram með söguna þá setti Austurríki-Ungverjaland fram kröfur mánuði eftir morðin um að fá að rannsaka málið sjálfir og margt margt fleira. Kröfurnar voru viljandi gerðar svo harðar að Serbar gætu aldrei samþykkt þær allar og þegar þeir gerðu athugasemd við einhver atriði lýstu Austurríki-Ungverjaland yfir stríði á hendur Serbum. Rússar komu Serbum til hjálpar. Þjóðverjar studdu Austurríki-Ungverjaland og keðjuverkuninn varð ekki stöðvuð. Stríðsyfirlýsingar flugu þvert um Evrópu.
Við stríðsyfirlýsingarnar greip víða í borgum Evrópu um sig mikill fögnuður. Menn fundu til samkenndar með löndum sínum og jafnvel gamlir fjandmenn föðmuðust á götum úti. Flestiru höfðu trú á því að stríðið yrði stutt og að þeir yrðu nú ekki lengi að gefa nágrannalöndunum á snúðinn en svo fór nú ekki.
Stríðið dróst á langinn og einkenndist sérstaklega af skotgrafarhernaði. Á þessum tíma var vélbyssan geigvænlegt vopn en nýttist nánast eingöngu sem varnarvopn. Víglínur voru því mjög stöðugar, amk á vesturvígstöðvunum.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast lífi þýsks hermanns í skotgöfum fyrri heimsstyrjaldar mæli ég með því að þið lesið bókina Tíðindalaust á vesturvígstöðvum eftir Erich Maria Remarque.<br><br>Simon
<a href="
http://www.nomiz.net“ target=”_parent">www.nomiz.net</a