Eins og þegar hefur fram komið, voru þau 15.
Það er annars skondin saga af því að á sínum tíma hafi Stalín heimtað að hvert og eitt þeirra fengi atkvæðisrétt á þingi SÞ. Réttlætti hann það með að þau væru öll sjálfstæð lýðveldi. Hann bakkaði ekki fyrr en Roosevelt hótaði að heimta að hvert ríki Bandaríkjaríkjanna (sem þá voru 48)fengju einnig atkvæðisrétt!
Af einhverjum ástæðum var samt gerð sú málamiðlun að Sovétríkin fengu 3 atkvæði - Rússlands, Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Man ekki alveg réttlætinguna á því, en ef einhver nennir að athuga þetta má hann gjarnan láta mig vita.
_______________________