Held líka að þetta sé bull, þó etv hafi verið einhverjir “laumugyðingar” í hernum, menn sem ekki voru skráðir gyðingar í ættbókum þrátt fyrir að vera það í raun og veru (allavega að hálfu).
Í fyrra stríði voru hinsvegar margir gyðingar í þýska hernum, og stóðu sig margir vel. Flestir þýskir gyðingar litu á sig sem Þjóðverja, enda með aldagamlar rætur í landinu. Enda var mörgum slíkum, sérstaklega járnkross-höfum, hlíft við verstu ofsóknum nazista 20 árum síðar.
Það var þó engu að síður rétt sem nazistar sögðu að miðað við hlutfall gyðinga af þýsku þjóðinni voru afskaplega fáir sem gengdu herþjónustu. Breytir því þó ekki að ríkir og áhrifamiklir þýskir gyðingar studdu land sitt með ráðum og dáð í þeirri styrjöld.
Það er því ekki að undra að mörgum finnst að gyðingahatur nazista hafi verið þeirra verstu mistök; að margir þýskir gyðingar hefðu fylgt Hitler & Co að málum ef ekki hefði verið fyrir gyðingahatrið, og unnið Þriðja ríkinu feykilegt gagn með hæfileikum sínum á sviði fjármála, vísinda og áróðurs.
En um slíkt þýðir lítið að ræða. “Nazismi án Gyðingahaturs” er einfaldlega ekki nazismi heldur plain old “venjulegur” fasismi. Og etv er ólíklegt að slík stefna hefði náð jafn miklum heljartökum á þýsku þjóðarsálinni sem raunin varð.
_______________________