ja, í evrópu var ofboðslega mikill þjóðarrembingur, og allir vildu sanna að sitt land væri best, sem átti nú smá hluta í því, enn aðalástæðan var önnur, algjör tilviljun
Franz Ferdinand, krónprins austur-ungverska keisaraveldisins var einhverstaðar í serbíu, og og reyndu margir að drepa hann, eftir einhverjar morðtilraunir var vinur hans, í öðrum bíl kominn á spítala, og hann ætlaði að kíkja á hann. enn þá hafði gleymst að segja bílstjóra Franz frá því.
hann keyrði því hina fyrrvöldu leið og þar var einhver annar sem einnig ætlaði að drepa hann, enn var hættur við, að borða samloku, svo sá hann einmitt Franz koma, og skaut hann og konu hans. það er svolítið kaldhæðnislegt að dauði manns sem boðar frið, geri menn nógu reiða til að fara í stríð.
Austur-Ungverski keisarinn varð brjálaður og fór í stríð við Serbíu, Rússar, Bretar og Frakkar lýstu þá yfir stríði við Austur-Ungverska keisaraveldið og þá komu Þjóðverjar vinum sínum til hjálpar.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.
Það er varla hægt að segja að þessi atburður hafi verið aðalástæða blóðugustu styrjaldar síns tíma. Morðið var það sem hrundi því að stað vissulega, en hefði það ekki komið fyrir hefði eitthvað annað oltið stríðinu að stað.
Vopnakapphlaupið og rembingurinn og púðurtunnan Evrópa hafði byggt þetta ástand upp á mörgum árum. Samskipti Þjóðverja og Breta voru í uppnámi útaf snöggri risi Þjóðverja í alþjóðamálum, nýlendumálum meðal annars. Einnig voru þeir að sækja í sig veðrið í Evrópu og ógnuðu jafvægi á meginlandinu sem Bretar óttuðust eitt stórt Evrópuveldi.
Samskipti Þjóðverja og Frakka voru á svipuðu reiki. Þjóðverjar ógnuðu eins og áður sagði stöðu Frakka og Rússa sem stærsta veldinu á Meginlandinu með voldugleika sínum(sem Frakkar, Austurríkismenn, Danir og fleiri höfðu einmitt fengið skemmtilega sýnikennslu í 1860-71).
Bretum eins og venjulega tókst að koma sér í stríðið án þess að vera ófriðsamir með því að aðstoða Belga en þeir höfðu lofað að verja þá síðan fyrir löngu síðan. Bretum fannst eflaust mátulegt á Frakka að leyfa Þjóðverjum að grípa í lurginn á þeim, en fyrir þeim [Bretum] voru Frakkar skárri kostur sem stærsta veldið í Evrópu en Þjóðverjar, þrátt fyrir aldalangar erjur Frakka og Breta. Þennan vinskap höfðu þeir insiglað árið 1904 og 1907 en með því hófst hið farsæla hernaðarbandalag Frakka og Breta (og Rússa, og síðar BNA), hinir sigursælu Bandamenn, Entete.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,
0
Var að leita eftir þessu þakka þér fyri
0
Gott svar en langaði að bæta eftirfarandi við.
Það var einmitt markmið utanríkisstefnu Breta í Evrópu að koma í veg fyrir að eitt ríki yrði sérlega voldugt umfram önnur. Þeir vildu ekki annan Napóleon og hafnbann.
Einnig má ekki gleyma mikilvægi Mið-Austurlanda jafnvel í þessari styrjöld. Bretar vildu alls ekki sterka vináttu milli Ottómans veldisins og Þýskalands því Bretar vildu besta sætið að borðinu þegar það veldi brotnaði. Evrópuþjóðirnar voru komnar með blóðbragðið í muninn:)
Annars rock on.
Daníel.
0
Hmm nákvæmlega það sem ég á við ef ég hef látið það eitthvað óljóst liggja, þetta með veldin í Evrópu.
Það sem átt var við að þótt Bretar væru alls ekki sáttir við Frakka og höfðu aldrei verið voru þeir skárri kostur en Þjóðverjar. Og þess má til gamans geta að svo litlu munaði, að stuttu áður en Bretar og Frakkar hófu samvinnu sína í byrjun aldarinnar reyndu Bretar og Þjóðverjar á vináttu og samstarf en eitthvað varð til þess að ekkert varð úr því, nú er ég ekki vel að mér í þeim málum svo ekki veit ég um hvað þetta snérist.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,
0