Ég hef oft verið að ræða við fólk, bæði hér á huga sem og á fleiri stöðum um það hvernig hægt sé að skilgreina Kína, Kúbu, Rússland(gamla) og öll önnur “kommúnista”lönd sem kommúnistaríki.
Núna er ég ekki að fara út í það hvort að kommúnismi er góður eða vondur, en mér hefur bara alltaf fundist sem að öll ríki sem hafa aðhyllst kommúnisma hafi endað í einhverju allt öðru kerfi og þess vegna finnst mér alltaf hálf hjákátlegt þegar fólk talar um að þetta séu kommúnistaríki.
Samkvæmt kommúnismanum eiga ALLIR að hafa það jafn gott, og einnig skilst mér að fólk eigi ekki að vera drepið í massavís fyrir að hafa sjálfstæðar skoðanir. Kommúnista ríki eiga semsagt að vera velferðarríki þar sem allir eru sameinaðir í friði og öryggi.
En hver er raunin, hefur eitthvað kommúnískt land farið eftir því sem það boðar og er þá hægt að kalla það kommúnistaríki? Eru þetta ekki oftast einhverjir einráðar sem ráðskast með allt og alla og ryðja öllum hindrunum úr vegi með ofbeldi og ógnunum?
Út af þessu hef ég oft furðað mig á þessu kommúnistatali þar sem að RAUNVERULEGT kommúnistaríki hefur aldrei verið til nema að nafninu til. Mér finnst það eiginlega jafn fáránlegt að kalla lönd eins og Kína, N-Kóreu og Rússland/sovétríkin sálugu kommúnistaríki, eins og ef einhver myndi kalla Vinstri-Græna öfga hægri flokk.
Eins og áður segir er ég ekkert að velta mér upp úr því hvort að kommúnismi virkar eða ekki, en mér finnst bara að sagnfræðingar og þeir sem rannsaka og eru að grúska í svona málum ættu bara að fara að nota rétt nöfn yfir svona ríki, eins og til dæmis fasistaríki, sem MÉR persónulega finnst miklu nærri lagi. En hvað finnst ykkur um þetta?