Finnland barðist við Sovétmenn í vetrarstríðinu fyrir innrás Þjóðverja 1941 og misstu þar mikið land og pólitískt frelsi. Þeir studdu því innrás Þjóðverja og voru dyggir bandamenn þeirra allt til stríðsloka þegar þeim tókst að sleppa við að verða leppríki í austurblokk Stalíns með því að semja frið við Sovétríkin og fara í stríð við Þýskaland áður en Rússarnir komu.
Taíland var frönsk nýlenda og varð því fyrir barðinu á Japönum sem hertóku það árið, man ekki hvaða ár.
Þar var að mér skilst sett upp einhver veik ósjálfstæð leppstjórn sem studdi hernámsliðið.
Írak var undir stjórn Breta og hafði verið síðan 1922 minnir mig, þegar Tyrkjaveldi var skipt niður, en þeir [Bretar] hertóku það í heimsstyrjöldinni fyrri. Nú er ég ekki allveg klár á því en eitthvað var með einhverja uppreisn og eitthvað sem beindi augum heimsins að Írak í smástund.
Íran eða Persía var hlutlaust ríki þar til ríkisstjórn sem virtist líkari þeirri þýsku en hinni bresku viðraði hugmyndir sínar um að hjálpa Öxulveldunum. Þá tóku Bretar og Sovétmenn sig saman og réðust inn í landið árið 1941 og þögguðu niður í þeim.
Ungverjaland, Búlgaría og Rúmenía voru litlu bandamenn Þýskalands. Leppríki án hersetu ef þannig má að orði komast. Þar voru við völd ótýndir fasistar og mættu þeim kostum ,óbeint auðvitað, að fara verða bandamenn Hitlers eður fara sömu leið og Pólverjar og Frakkar. Hitler þurfti á þeim að halda þar til að komast að landamærum Sovétríkjanna og gengu þau í Öxulveldin árið 1941 og sendu meira að segja nokkrar hersveitir í stríðið gegn bólsévismanum. Frægust þeirra mun vera rúmenska sveitin sem átti að verja flanka Stalíngradvirkisins en var stútað fyrst allra í stórsókn Rauða hersins í byrjun árs 1943.
En ekki dugði hollusta þeirra lengi því þegar Sovétmenn nálguðust bæjardyrnar 1944 voru þau ekki lengi að skipta um utanríkisstefnu, ganga úr öxulveldunum og lýsa yfir stríði gegn Þýskalandi..eftir snögg ríkisstjórnarskipti auðvitað.
Júgóslavía hlutlaust ríki en var hernumið 1941 af Þjóðverjum (og Bulgörum og Rúmenum). Þegar Mussolini hafði tapað stríði sínu gegn Grikkjum sendi Hitler honum nokkrar hersveitir og rúlluðu þær í gegnum Júgóslavíu og inn í Grikkland. En Júgóslavarnir voru ekkert lamb að leika sér við. Þeir buðu upp á eina herskáustu andspyrnuhreifingu stríðsins (þó sú franska sé auðvitað frægari) sem Tító stjórnaði. Sovétmenn þurftu ekki einusinni að stíga fæti inn í landið í lok árs 1944 þar sem hersetuliðið í Júgóslavíu, Grikklandi og leppríkinu Króatíu flúði og Tító komst strax til valda. Þetta skýrir hina undarlegu sérstöðu Júgóslavíu innan austurblokkarinnar (sumir telja hana ekki einusinni sem ríki austurblokkarinnar) þar sem landið var varla það sem kalla mætti leppríki Sovétmanna.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,