Staksetning er pyntingaaðferð sem notuð var á miðöldum. M.a. af Vlad Tepes (Einnig þekktur sem Vlad Dracula eða Drakúla greifi.)
Vlad Tepes hafði lært þessa pyntingaaðferð af Ottómönnum. Í staksetningu fólst að upp í gegnum líkamann var rekinn oddhvöss tréstika, yfirlett innan um endaþarmsopið eða kynfærin, þannig að stikan kom stundum út um munnin eða höfuðið.
Á því herrans ári 1456 framdi Drakúla mörg skelfileg og undarleg ódæði. Þegar hann var tilkvaddur fursti í Valakíu lét hann brenna alla unga pilta sem komu til landsins í því skyni að læra málið, fjögur hundruð talsins. Hann lét staksetja stóra fjölskyldu og grafa marga þegna sína nakta upp að nafla og skjóta þá. Suma lét hann steikja og síðan flá.