Í október 1939 þegar stríðið var nýbúið að brjótast út byrjaði “Miskunnar dráp”(Mercy Killing) Hitlers.
Aðgerðinn kallaðist “Aktion T4”. Takmarkið var að eyða lífi sem átti ekki skilið að lifa. Í byrjun voru nýfædd börn og ungabörn bara tekin fyrir.Ef barnið sýndi merki um andlega fötlun eða líkamlega var það sent til læknis og hann leit á það og kvað upp dóm. Þetta var gert án þess að nokkur læknisskoðun eða yfirlit læknaskýrslna færi fram. Svo merkti læknirinn barnið með plús eða mínus ef það var merkt með plús var það drepið en ef það var merkt með mínus fékk það að lifa.
Mér finnst þetta lýsa þeim hrylling sem að átti sér stað í þessu stríði vel. Það verður aldrei hægt að réttlæta þetta.