Rétt að koma eftirfarandi á framfæri til að forðast allan misskilning varðandi skrif mín um Seinni heimstyrjöldina og hlið Þjóðverja í henni.
Málið er að ég hef ákveðið að sérhæfa mig í sögu 19. og 20. aldarinnar í sagnfræðinni í Háskóla Íslands og þá einkum þeirri 20. og heimstyrjöldin er svo sannarlega einn stærsti atburður þess tímabils. Ástæða þess að ég skrifa svona mikið um Þýskaland er einfaldlega sú að ég hef lesið mikið af bókum um stríðið en langflestar þeirra fjalla um stríðið með augum Bandamanna en ekki Þjóðverja. Því vaknaði áhugi hjá mér að kynna mér stríðið frá þeirra sjónarmiði og komst að því að til er mjög lítið af efni um það sjónarmið miðað við heildina.
Auk þess er rétt að koma því á framfæri að ég er ekki að skrifa um nasista, þó það sé vissulega allt í lagi að menn geri það, heldur einmitt Þjóðverja sem stóðu uppi í hárinu á nasistum eða gerðu eitthvað gott sem nasistarnir voru ósáttir við, t.d. Hans Langsdorf, Dietrich von Choltitz, Claus Schenck von Stauffenberg o.s.frv.
Sjá: http://www.hugi.is/saga/greinar.php?grein_id=31932
Kv.
Hjörtur J.
<br><br>Með kveðju,
Hjörtur J.
www.isbjorninn.cjb.net
“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain
Með kveðju,