Mig langaði bara að óska okkur til hamingju með sagnfræðiáhugamálið, og nú loks getur maður hætt að pirra stjórnendur huga á því að setja það upp. Ég vænti og vona að við eigum eftir að eiga málefnalegar og fjölbreyttar umræður hér, og að menn eigi eftir að virða skoðanir hvors annars (þó svo að rökstuddar skoðanir séu auðvitað æskilegastar). Við sem skrifum hér á áhugamálinu fyrst um sinn berum því hlutfallslega mikla ábyrgð, því við eigum eftir að móta bæði umræðuna og framkomuna.
Ég vil því hvetja ykkur til að vísa í heimildir máli ykkar til stuðnings því að það gerir okkur hinum auðveldara fyrir þegar kemur til þess að meta greinarskrifin. Þó á ég ekki við að æskilegt sé að skrifa hefðbundnar heimildarritgerðir hér því að þetta er að sjálfsögðu vettvangur fyrir alls kyns umræðu um sagnfræði, allt frá því einfalda og yfir í verulega flókin málefni.
skál fyrir okkur :)
E <br><br>______________________________
“If it ain´t War, it ain´t History!”
______________________________
______________________________