Ég veit nú ekkert um fóstbræðrabaldalag í Gunnlaugs sögu, en það er minnst á fóstbræðralag í Gísla sögu súrsonar og er því lýst svona.
“Ganga nú út í Eyrarhvolsodda og rista þar upp úr jörðu jaðarmen svo að báðir endar voru fastir í jörðu* og settur þar undir málaspjót það er maður mátti taka hendi sinni til geirnagla. Þeir skyldu þar fjórir undir ganga, Þorgrímur, Gísli, Þorkell og Vésteinn. Og nú vekja þeir sér blóð og láta renna saman dreyra sinn í þeirri moldu sem upp var skorin undan jaðarmeninu og hræra saman allt, moldina og blóðið. En síðan féllu þeir allir á kné og sverja þann eið að hver skal annars hefna sem bróður síns og nefna öll goðin sem vitni.”
* þeir skera upp jörðina eins og þöku en skilja eftir endana svo að þakan er enn föst við jörðina . Þannig geta þeir spennt hana upp eins og tjald og gengið undir og blandað saman blóði sínu við moldina undir þökuni.
“The souls of emperors and coblers are cast in the same mould. The same reason that makes us wrangle with neighbours causes war between princes.”