Ég er nú ekki alveg sammála. Greinin um Kleópötru var ágæt, og það voru líka íslensku greinarnar tvær. Reyndar er maður orðinn pínu þreyttur á þessu “hlerunarmáli”, og má nú alveg fara að hvíla það aðeins.
Ég varð hinsvegar fyrir vonbrigðum með Falklandseyjagreinina. Hún var yfirborðskennd, ekkert í henni sem maður vissi ekki áður, og mér fannst vanta betri útskýringar á aðdraganda og bakgrunni stríðsins.
Og það voru líka eins og þú segir “stuttir og lélegir punktar um hitt og þetta”, en líklega hafa þó einhverjir “kasúal” áhugamenn um sögu gaman af þeim. Og auðvitað á að taka tillit til þeirra við útgáfu svona tímarits.
Og í heildina líst mér ágætlega á þetta. Fékk mér áskrift að fyrstu þrem blöðunum, og sjáum hvernig næstu tvö verða. Þau þurfa reyndar að vera fjandanum lélegri til að ég framlengi ekki áskrift, því maður er líka að þessu til að “styðja málstaðinn” :)
Bætt við 1. mars 2007 - 20:11
Fletti í gegnum blaðið aftur, og mundi þá að það eru þrjár íslenskar greinar í því, ekki tvær. Sú þriðja og minnsta, um fyrirmyndina að Ólafi Ljósvíking, fannst mér ágæt líka.
_______________________