Ég held að það sem þú ert að fiska eftir er Anaxagóras, en vandinn er sá að Anaxagóras er fjölhyggjumaður og er yfirleitt ekki kallaður jóniskur náttúruspekingur í sama skilningi og Þales, Anaxímandros og Anaxímenes, þótt hann sé stundum kallaður jónískur náttúruspekingur, en þá er oftast talað um jónísku endurreisnina (e. Ionian revival). Samt er hann fyrst og fremst einn af fjölhyggjumönnunum sem komu í kjölfar Parmenídesar.
Ég kalla Herakleitos sjaldnast náttúruspeking en hann er samt oftast flokkaður sem slíkur ef menn vilja að náttúruspekingarnir séu fjórir. Ástæðan er sú að Aristóteles í fyrstu bók Frumspekinnar segir söguna þannig, eins og náttúruspekingarnir hafi fyrst fundið frumefnin fjögur, hver á fætur öðrum og Herakleitos er þá sagður hafa haldið því fram að eldur vær frumefni alls. Vandinn við það er að hann var eiginlega ekki að tala um eld sem frumefni eins og Þales var t.d. að tala um vatn. En ef út í það er farið voru fleiri jónískir náttúruspekingar, t.d. Díogenes og Hippasos.
Eftir stendur samt að ef þú vilt að náttúruspekingarnir séu fjórir, þá er langalgengast að segja að þeir séu Þales, Anaxímandros, Anaxímenes og Herakleitos. Þér er óhætt að trúa mér um það :)
___________________________________