Þetta er beint til allra sem fróðir eru um herför Atla um heiminn.
Þið munið ef til vill eftir þegar Atli var búinn að safna saman her og ýmiss konar múrbrjóti fyrir aðra tilraun sína til að ná Róm. Hann var kominn inn í Ítalíu en mætti hann engum her eftir að hann komst í gegnum landamærin. Borgirnar sem hann kom að voru tómar og akrarnir brenndir svo lítið var um fæðu fyrir Húnanna. Allaveganna í grófum drætti hélt þetta svona áfram þar til hann mætti gylltum, hvítklæddum manni er Leo hét. Var þetta páfinn á þessum tíma. Eftir Leo fylgdi mikill her. Atli var ekki sáttur með þetta því menn hans og hann sjálfur voru veikir vegna hitans í Róm og virtust sigurlíkurnar litlar fyrir Atla. Atli reið fram og talaði við Leo undir fjögur augu. Eftir samtalið snéri Atli aftur til hersins, kallaði nokkrar skipanir og svo hófu húnarnir för heim til Dónár.
Þar sem ég las þetta stóð að það væri óvitað hvað var sagt í samtali Leo's og Atla. Ég held því fram að Atli þorði ekkert að svara á móti fulltrúa Guðs, Leo páfa, því í einni ræningjar för Atla og menn hans fór Atli inn í kirkju til að ræna. Þar heyrði hann raddir og hélt því fram að þetta væri rödd Guðs. Þetta var í fyrsta skipti sem Atli óttaðist einhvers.
Nú spyr ég: Er vitað hvað var sagt í samtali Atla og Leo's og ef ekki, hvað haldið þið að hafi gerst?