Hvað viltu vita?
CIA stendur fyrir Centra Intelligence Agency og var opinberlega stofnað árið 1947 eftir ósk Roosevelt minnir mig. Það er samt leifar af OSS (Office of Strategic Services) sem var stofnað í Seinni Heimsstyrjöldinni eitthvað í kringum 1942-43 en það var einnig samansafn minni svona intelligence stofnana, veit satt að segja ekki mikið um OSS annað en þetta.
FBI, herinn og einhverjir fleiri voru upphaflega á móti stofnun CIA en Roosevelt vildi endilega stofna CIA.
Á fyrstu dögum CIA voru nokkrir fyrrum útsendarar Þriðja Ríkisins fengnir í CIA og svo var líka ein af fyrstu verkefnum þeirra Operation Paperclip sem þú kannast kannski við.
Þannig voru þeir fyrst mikið að gera í Þýskalandi eftir stríðið og einnig í Austur Evrópu að reyna að “forða þeim” frá kommúnisma.
Á fylgjandi árum, Kalda Stríðsárunum, sá CIA ásamt NSA(National Security Agency) um flestar aðgerðir gegn Sovétríkjunum og ýmis coup og pólitískar aðgerðir aðallega svo kommúnismi breyddist ekki út.
Þetta er svona ca. 50 ára yfirlit yfir sögu CIA frá stofnun og að falli Sovétríkjanna. Restina skaltu finna sjálfur ;)