Sko, Fyrri heimsstyrjöldin í heild er eiginlega of viðamikið efni til að vera eitthvað fljót-afgreitt á nokkrum blaðsíðum. En mikilvægast er að tala um:
1) Hvernig heimurinn var fyrir stríðið, og hvernig það byrjaði. Ekki í smáatriðum en í grófum dráttum - það voru semsagt þessi bandalög milli Evrópuríkja, og spenna á milli þeirra sem komu stríðinu af stað. Morðið á erkihertoganum var bara neistinn sem kveikti í púðurtunnunni.
2) Hvernig stríðið fór fram í skotgröfunum. Lítil hreyfing á Vesturvígstöðvunum og stanslaust blóðbað, en Miðveldin alltaf sterkari aðilinn í austri og endaði með hruni rússneska keisaradæmisins og friðarsamningum árið 1917.
Lítið þarf að minnast á bardaga annarsstaðar í svona ritgerð, þó kannski að minnast aðeins á Gallipoli-herförina og bardagana sem Arabíu-Lawrence tók þátt í. En bara ef það er pláss og tími.
3) Hvernig stríðinu lauk, með öllum aðilum en sérstaklega Þjóðverjum komnum að fótum fram. Hvernig stríðið kollvarpaði fornum keisaraveldum á meginlandi Evrópu.
4) Hvernig friðarsamningarnir í Versölum voru misheppnaðir og leiddu til vandræða sem enduðu í annari heimsstyrjöld rúmum 20 árum síðar.
_______________________