Nei, þetta er ekki þversagnakennt.
Íslenska orðið “keisari” og önnur orð á nútímamálum sem þýða það sama vísa til þessarar valdastöðu sem hann skóp og gegndi. Þess vegna segjum við að hann hafi verið fyrsti keisarinn.
Seinna fór eftirnafnið sem hann erfði frá ömmubróður sínum að standa fyrir þetta embætti og það vill svo til að íslenska orðið er komið af því nafni. En það breytir engu um þessa valdastöðu sem hann gegndi óneitanlega og án nokkurs vafa fyrstur manna.
Þetta er ekki þversagnakennt enda orðaði ég þetta ekki eins og þú (þú snerir eiginlega út úr því sem ég sagði). Ég sagði ekki að hann hefði ekki verið keisari þegar hann var uppi. Ég sagði að hann hefði ekki verið kallaður keisari þegar hann var upi, því orðið var enn ekki til um þessa valdastöðu sem hann hafði. Þú ert að rugla saman annars vegar því að orðið hafi ekki verið til og hins vegar að staðan hafi ekki verið til. Þú mátt ekki rugla því saman. Einu sinni var ekki til orð yfir sprengistjörnur og geimryk; sprengistjörnur og geimryk var samt til áður en við nefndum þessi fyrirbæri sprengistjörnur og geimryk. Á sama hátt var valdastaðan sem kallast “keisari” til þegar Ágústus hafði mótað hana, þótt á þeim tíma hefði hún ekki kallast neinu nafni; í dag köllum við hana “keisari” og segjum (réttilega) að Ágústus hafi verið keisari, því hann hafði einmitt þá stöðu sem orðið “keisari” í þessu samhengi vísar til.
Þetta er nákvæmlega alls ekki neitt þversagnakennt, þótt sagan sé flókin.
___________________________________