Það er nú kannski ekkert skrýtið. Fyrra stríðið stendur einfaldlega í skugganum af því seinna. Þannig hefur það verið í 60 ár, og verður áfram svo lengi sem við lifum, býst ég við.
En fyrra stríðið er engu að síður allrar athygli vert. Það var eitthvert viðbjóðslegasta og jafnframt tilgangslausasta blóðbað mannkynssögunnar, og kollvarpaði því þjóðfélagsskipulagi sem þá ríkti á vesturlöndum. Þó marga galla mætti finna á því skipulagi, var það þó bjartsýnt og framsækið, og margir söknuðu þess þegar ljóst var að það var að eilífu horfið.
Bætt við 2. febrúar 2007 - 20:16
…í því sambandi bendi ég mönnum á bókina “Veröld sem var” eftir austurríska rithöfundinn Stefan Zweig.
Hann var uppfullur af nostalgíu eftir “gömlu góðu dögunum” fyrir Fyrri heimsstyrjöld. Þegar Seinni heimsstyrjöldin hófst, tók hann það svo nærri sér, og varð svo sannfærður um að nú væri heimurinn endanlega farinn til fjandans, að hann fyrirfór sér.
_______________________