Ég skrifa þetta vegna þess að ég lesið ansi margar greinar sem vitna í Nostradamus, og segja að 3. heimstyrjöldin sé að koma.

Það sem fólk virðist ekki átta sig á er að 3. heimstyrjöldin er búin. WW2 var i raunin WW3, eða jafnvel 4, því að skilgreiningin á heymstyrjöld er stríð sem háð á milli margra þjóða og í mörgum löndum og heimsálfum.

Þannig styrjöld hefur nú gerst 3-4 sinnum síðan Nostradamus dó. Það var auðvitað fyrri og seinni heimstyrjöldin, en einnig sjö árastríðið, 1756-1763, og þrjátíuára stríðið 1618-1648.

Ekki margir hugarar virðast vita af sjö ára stríðinu sem var háð meðal annars á Indlandi í Norður Ameríku, Prússlandi og fleiri stöðum í Evrópu og Asíu.

Enn færri virðast vita af 30 ára stríðinu sem tók um 1/3 allrar þýsku þjóðarinnar og parta af öðrum þjóðum, svo sem Frakklandi og var háð á milli tuga þjóða.


Í augum Nostradamusar myndu allar þessar styrjaldir flokkast sem heimstyrjalir.


Svo að í guðana bænum getur fólk hætt að vitna Nostradamus!
“The souls of emperors and coblers are cast in the same mould. The same reason that makes us wrangle with neighbours causes war between princes.”