Kommúnismi hefur drepið fleirri á tuttugustu öldini heldur enn tvær heimstyrjaldir.
Þetta er nú bara ekki allveg satt. Við vitum báðir að kommúnismi er alls ekki [i vond stefna, heldur gölluð. Ef þú ert að tala um þá sem látist hafa undan ofsóknum ríkisstjórna sem notfært sér hafa kommúnismann til að komast til valda eða misheppnuðum tilraunum ríkisstjórna til að stjórna framleiðslu ríkjanna, þá er það ekki kommúnismanum að kenna. Þess vegna virkar kommúnisminn ekki, því hann bíður uppá óstjórn, en ídelógían sjálf er þvert á móti mjög góð.
Þessvegna hafa tilraunir eins og Sovétríkin misheppnast þó ég trúi að þeir hefðu mátt lifa lengur ef Gobbi hefði gert sitt perestrojka, það sést í löndum eins og Kína og Víetnam, að eftir að þeir gengu í gegnum sitt perestrojka, frelsað verzlun og viðskipti hafa kínverjar orðið ríkari og ríkari, sama gildir um Víetnam.
En við megum ekki (þetta svar er einnig svar við því sem Amazon var að segja)fara út á tvo póla. Hreinn kommúnismi býður upp á óstjórn og ójafnað, hreinn kapítalismi býður upp á spillingu, fátækt, ójafnað og ömurleika.
Verum ekki öfgafull, höldum okkur rétt vinstramegin við miðju!