Þegar ég var ungur maður norður í landi í kringum 1990, voru oft rússneskir togarar í heimsókn. Skipverjar voru jafnan afar velkomnir í bænum, því þeir voru með hundruðir lítra af vodka í lestinni, sem þeir skiptu við okkur unglingana fyrir allskonar drasl (gömul raftæki, gamlar vínýl-plötur osfrv.
Það eftirsóttasta hjá þeim var þó gamlar afdankaðar Lödur, sem nóg var af. Menn keyrðu þessum bílhræjum niðrá höfn (eða létu draga þau), og Rússarnir urðu ofsa kátir. Þeir gáfu kassa af vodka og hífðu svo bílhræið upp í ryðkláfinn sinn.
Einum manni man ég þó eftir, sem ekki lét Lödu-hræið sitt fyrir vodka-kassa, heldur rykfallinn og mölétinn rússneskan her-frakka. Rússinn sagði honum “Stalíngrad” og benti á tætt kúlnagöt og og storkið blóð í frakkanum.
Veit ekki enn hvort frakkinn var “ekta”, en vonandi hefur Rússinn komið Lödunni í gang þegar hann kom heim :)
_______________________