Það er stjórnmálastefna sem skaut upp kollinum á fyrri hluta 20.aldar eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar það var misgott ástand í mörgum ríkjum Austur-og mið Evrópu. En hann er alger öfgahægristefna, andstæða við kommúnisma og sósíalisma en varð einmitt til sem mótsvar við bæði lýðræðis- og kommúnísku áhrifunum sem voru mjög sterk í þessum löndum og á þessum tíma. Fasistar vilja algert einræði ríkisstjórnarinnar og eru eins og áður sagði á móti lýðræði einstaklingsfrelsi og kommúnisma. Þvert á við það sem kommúnistar óska sér um stéttlaust samfélag halda fasistar því fram að stéttirnar séu mikilvægar og að hver stétt framhvæmi sitt til þess að samfélagið virki. Og oftar en ekki styður ríkisstjórnin hina ríku ólíkt kommúnísku hugmyndafræðinni. Fasistar hafa einnig sterka þjóðernistilfinningu og trúa á náttúrulögmálið að hinir hæfustu komast af, þess vegna eru fasistaríkin oft mikil hernaðarveldi og hafa yfirgangssama utanríkisstefnu. Fasismi byggist á einræði, og einræði og fasismi er í raun sami hluturinn ef maður lítur þannig á það. Þess eru allar einræðisstjórnir að einhverju leiti fasískar.
Dæmi um víðkunn fasistaríki: Ítalía Mussolinis, Þýskaland Hitlers, (Sovétríki Stalíns), Írak Saddams Chile Pinochets, Spánn Francos og fleiri og fleiri.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,