Kæru söguáhugamenn,

Nú hættir árið 2006 brátt að vera líðandi stund og verður fortíð, enn eitt árið í mannkynssögunni. Enn um sinn mun það þó vera hluti af samtímanum; í fersku minni okkar sem hluti af þeim umbrotum mannkynssögunnar sem nú virðast vera að eiga sér stað. Enn erum við í hringiðu atburða sem við sjáum ekki fyrir endann á, og líklega á a.m.k. áratugur eftir að líða áður en sagnfræðingar geta einu sinni byrjað á að setja þetta alltsaman í eitthvert sögulegt samhengi.

Það virðist þó nokkuð óhætt að segja að þetta var ekkert tímamóta-ár, aðeins fremur ómerkilegur kafli af því tímabili sögunnar sem við upplifum núna. Í okkar nánustu fortíð er t.d. árið 1989 (lok Kalda stríðsins) mun merkilegra, sem og árið 2001 (mjög líklega upphaf þess tímabils sem nú stendur yfir).

Endilega komið með ykkar hugleiðingar um þetta.


En jafnframt óska ég ykkur öllum gleðilegs nýs árs 2007, hvort sem það verður mjög sögulegt eður ei!

Með áramótakveðju,
DutyCalls
_______________________