Mér sýnist Wikipedia sanna það að fólk er í eðli sínu gott. ;)
Wikipedia virkar því að það eru margfalt fleiri sem bæta en skemma, því eru gæði greina oftast mjög góð. Þess má geta að Nature gerði samanburð á Wikipedia og frægri lokaðri alfræðiorðabók sem heitir Britanica. Wikipedia skoraði hærra í þeim samanburði sem ætti að gefa okkur hugmynd um hversu fín hún er.
Sem alfræðirit er hún að sjálfsögðu óhentug sem heimild en er ágætis upphafspunktur sem býður upp á tilvísanir í fjölda frumheimilda.
Bætt við 23. desember 2006 - 00:42 Brittanica er með
vefsíðu og fáir vita kannski að allir Íslendingar eru með aðgang að henni. Hún er að mjög góð líka.