Jamm, en fremur hefði ég viljað lifa við góð kjör í Þýskalandi með nazistaáróðurinn allstaðar, en hanga á horriminni í Rússlandi með “Félaga Stalín” útum allt.
Varðandi hitt: Solsénytsin sagði að mig minnir í sínum frægu “Gúlag” bókum, að NKVD hafi verið með kvóta yfir hversu marga óvini ríkisins þeir áttu að handtaka á hverri nóttu. Hann nefndi dæmi af manni sem í gegnum klíku komst að því að hann væri “á listanum”, þannig að hann forðaði sér úr bænum. Það skipti ekki máli fyrir NKVD, þeir tóku bara nágranna hans til að “fylla kvótann”! Sá “eftirlýsti” kom heim til sín skömmu síðar, og var aldrei ónáðaður af NKVD.
Tilgangurinn með þessum handtökum var því ekki að ná “óvinum ríkisins” heldur bara að terrorísera fólk og halda uppi ógninni. Þetta sagði Solzenitsin gamli, og hefur verið staðfest af fleirum.
_______________________