Já innrásin í Frakkland var auðvitað eitt það sniðugasta sem Þjóðverjar gerðu í þessu stríði. Frakkar voru með mjög öflugann her en hann var þjálfaður fyrir staðbundinn hernað, svo þeir biðu bara eftir að þjóðverjar kæmu og þá yrði svakalegt stríð við Maginot línuna, en þjóðverjarnir “feisuðu” þá algerlega með því að koma aftan af þeim og blitza sig í bakið á þeim í gegnum niðurlöndin.
En þess má geta að eftir að Þjóðverjar höfðu komið í gegnum Niðurlöndin fóru þeir meðfram norður ströndinni og tóki Paris á örskotstundu og komu í bakið á Maginot línuni á meðan aðrir héldu áfram meðfram vesturströndinni en réðust ekki lengra inn í landið fyrr en 1943 (eða '44) þegar þeir hertóku Vichy frakkland.
Sannkallað leifturstríð þarna á ferð. Gullmoli þýska hersins og óskabarn allrar nútímahernaðartækni.
þó svo að innrás þjóðverja á frakkland hafi verið ein best heppnaða innrás sögunar gerðu þjóðverjar þó ein mistök sem gerðu það að verkum að breta komu stórum hluta hersins síns aftur yfir til bretlands, Hitler stöðvaði skriðdrekana sína visst langt frá dunkirk því hann óttaðist árás franskara herja frá svæðinu sem seinn var vichy frakkland ef hann hefði látið skriðdrekana sína vaða inn í dunkirk hefðu bretar svo gott sem engum hermanni náð frá frakklandi og þá hefði stríðið líklega gengið öðruvísi en það gerði.
Það er nóg til. Á netinu Google er vinur þinn, og Wikipedia, slærð bara inn “D-Day” og prestó… fullt af efni og linkum á meira efni!
Á íslensku er til bók sem heitir “Innrásin Mikla” ein af bókunum úr AB-bókaflokknum, svo er kafli um þetta í “Seinni heimsstyrjöldinni” frá Fjölva. Og eflaust meira. Í þessu tilfelli getur maður af öryggi sagt “leitið og þér munuð finna”.
Bætt við 4. desember 2006 - 22:33 …úps, gerði ráð fyrir að þú værir að meina innrásina í Normandý 1944. En varðandi þýsku innrásina í Frakkland 1940, er svarið svipað - Nóg til!
Þetta hét líka Frakkland þá, en var eins og þú segir undir þýskum yfirráðum. Þjóðverjar héldu því aldrei fram þrátt fyrir hernámið að svæðið væri ekki franskt, ólíkt tildæmis héruðunum Alsace og Lorraine sem þeir innlimuðu í Þýskaland.
Þetta er allt spurning um túlkanir á orðum og hugtökum. Innrásin á D-Dag var gerð í Frakkland, þó henni væri ekki beint gegn frökkum heldur þýska hernámsliðinu. Þú ræður svo hvort þú telur það gilt sem “innrás í Frakkland” eða ekki.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..