Jamm, en þú verður fyrst að blása af þeim rykið, og svo að tékka á “life-signs”… banka létt í hausinn á þeim og segja “halló”. Stundum ranka héraðsbókaverðirnir við sér, en það er þó ekki sjálfgefið.
Í öllu falli þá ferðu út með bókina. Ef þér finnst það merkileg bók, þá áttu hana (með út-stimpluðu bókasafns-korti & alles).
Ef ekki, þá skilarðu helvítis skræðunni við læstar dyr bókasafnsins á lokunartíma, með áföstum límmiða með áliti þínu á bókinni og afsökun fyrir að hafa stolið henni.
Þetta gerði ég allavega þegar ég var unglingur í smábæ fyrir norðan í gamladaga ;)
_______________________