Svoldið skondin þessi könnun. Um hvað er verið að spyrja, nákvæmlega…

Hefði ég verið uppi árið 1912 og unnið ferð með jómfrúarferð Titanic í einhverju happdrætti, hefði ég að sjálfsögðu orðið mjög kátur og farið í ferðina hæst-ánægður!

Mér hefði að sjálfsögðu ekki dottið í hug að þar með ætti ég sirka 60% séns á að drukkna í Norður-Atlantshafinu. En vitandi það (verandi nútímamaður), er ég ekkert sérlega spenntur fyrir siglingunni. Þannig að ef verið er að meina tímaferðalag með spurningunni, er svarið hreint & klárt NEI!

Svipað er þetta með loftskipið Hindenburg. Að sjálfsögðu yrði maður vægast sagt spenntur fyrir að fara aftur í tímann og í eina ferð með því… bara ekki þessa síðustu!

Bara smá pæling til gamans :)
_______________________