Málflutningur FrontPage er alveg á mörkum þess að fara yfir strikið úr almennri íhalds- hægrimennsku yfir í fasisma. Þetta eru eitilharðir stuðningsmenn George W. Bush og “neo-con” stefnu hans, og oftast getur maður fussað hressilega yfir einhverju sem maður les á þessari síðu.
En fyrir kemur að maður verður að viðurkenna að þeir hafa nokkuð til síns máls, eins og í eftirfarandi tilvitnun (úr grein sem ég er annars ekki mjög sammála):
… The achievements of Western civilization are buried in histories that portray every human sin found here as if they were peculiarities of the West.
The classic example is slavery, which existed all over the world for thousands of years and yet is incessantly depicted as if it was a peculiarity of Europeans enslaving Africans. Barbary pirates alone brought twice as many enslaved Europeans to North Africa as there were Africans brought in bondage to the United States and the American Colonies from which it was formed.
How many schools and colleges are going to teach that, going against political correctness and undermining white guilt? How many people have any inkling it was precisely Western civilization that eventually turned against slavery and began stamping it out when non-Western societies still saw nothing wrong with it? …
Þetta er að mínu mati rétt. Af hverju mega vesturlandabúar ekki vera stoltir af sinni sögu eins og aðrir? Af hverju er litið svo á (og jafnvel börnum kennt), að illmennska fyrr á öldum sé eitthvað sér-vestrænt fyrirbæri, og fyrir það ættum við öll að skammast okkar?
Fróðlegt yrði að fá álit söguáhugamanna á þessu. Eins og ég áður sagði, er ég ekki að taka undir hin fremur öfgafullu sjónarmið FrontPage manna almennt, en greinina sem vitnað er í má finna í heild sinni hér: http://www.frontpagemag.com/Articles/ReadArticle.asp?ID=25528 og útfrá henni má komast á forsíðu vefritsins.
_______________________