Ég vildi bara benda á (fyrir þá sem hafa áhuga, og aðgang að norrænu stöðvunum), að nú er verið að sýna hina stórfínu þætti “Cold War” á DR2, á hverjum degi kl. 18:10. Það er reyndar komið á fjórða eða fimmta þátt núna, en nóg eftir.
Svona í framhaldi er gaman að spyrja, hver er uppáhalds fræðslustöðin og þættirnir? Discovery? National Geographic? Einhver önnur?
Persónulega er Discovery Civilization sú sem ég vildi síst missa. Oft mjög fínir þættir þar.
_______________________