En ég varð bara að kommenta aðeins um þetta hérna, ég hef aðeins verið að lesa nokkrar greinar hans um seinni heimsstyrjöldinna og hans nýjasta er um Íslending sem gerðist atvinnuhermaður í US. Army og barðist í Víetnam og tók þátt í hinni skæðu leiftursókn Viet-Cong Tet-árásinni..
Lecter hefur eins verið að velta fyrir sér hinum og þessum samsæriskenningum varðandi Illuminati og 9-11, sem er bara gott og blessað, nema hvað það eru einhverjir tveir gæjar sem vægast sagt sitja um fyrir öllum hans greinum og skrifum á blogginu hans. Þeir eru með persónusvívirðingar gagnvart honum en koma samt aldrei með nein rök eða málefnalegann fluttning á sínu máli!
Ég er honum ekki ávalt sammála en þetta er bara einum of, þau einu rök sem þeir hreita í hann um greinarnar sínar og þar á meðal um Auschwitz og Rommel er að hann sé bara geðveikur að skrifa um svona málefni, og að hann sé að pæla alltaf í einhverjum samsæriskenningum inni á bloggsíðu sinni.
Ég meina hann er ekki að gera neinum manni skaða með að úthalda bloggsíðu því hann er ekki í neinum persónuárásum eða þess háttar. Hann leggur fram heimildir og rök sem vert er að skoða því það eru milljónir manna sem eru honum sammála í þeim efnum.
Hvað er að því að velta fyrir sér öllum hliðum málsins ef þú ert ekki að gera neinum mein? Heldur eru einhverjir þursar sem sitja fyrir honum til að gera honum lífið leitt í hvert skiptið sem hann leggur fram sitt álit eða spurningu!
kveðja
ArsenalRules!
http://www.blog.central.is/olikr/index.php