Auðvitað eru öll stríð hryllileg (og þá ekki síst þessi tvö sem kosið er á milli í könnuninni). Hinsvegar er alltaf eitthvert “guilty pleasure” hjá áhugamönnum um sögu og alþjóðapólitík.
Maður getur endalaust dundað sér við að stúdera löngu liðnar styrjaldir (og þar er auðvitað Seinni heimsstyrjöldin lang-vinsælust), og auðvitað er það á sinn hátt “skemmtilegt” - þó hörmungarnar séu löngu liðnar, eru þær bara hluti af sögunni.
Verra verður þó samviskubitið þegar maður stendur sig að því að hafa gaman af að að fylgjast með styrjöldum í beinni útsendingu. Hvað sem hver segir, þá var Persaflóastríðið 1990-91 einhver sú besta sjónvarps-skemmtun sem ég og skólafélagar mínir í framhaldsskóla upplifðum á þeim árum - það var meira að segja komið upp sjónvarpstækjum á göngum skólans svo nemendur og kennarar gætu fylgst með sprengjunum falla live á CNN og Sky í pásum!
Þannig að þó gömul stríð séu vissulega “skemmtileg”, eru þau þó enn betri “live”. Svo skilst manni að Georg & félagar í Hvíta húsinu séu núna að undirbúa nýjasta raunveruleikaþátinn - War on Terror III: Invasion Iran ! :)
_______________________