Ég er að horfa á the newlyweds og þau voru í vínsmökkun og þá spyr Jessica “Hvernig bjuggu þeir til vín á dögum Jesús”(eða svona eitthvað þannig) Svo… Hvernig var vín búið til fyrir 2000árum? Ef svarið er alveg eins og í dag, Hvernig er þá vín búið til í dag?
Bætt við 4. september 2006 - 21:17 Nevermind.. þau eru að búa til vín núna en ég vil samt fá að vita hvernig þeir bjuggu til vín fyrir 2000árum.
Þá hefðu þeir varla kallað þetta vín. Gerjun vökva var notuð löngu fyrir kristburð, einkum til þess að gera vatnið drykkjarhæft (einskonar gerilsneyðing). Það er ekki erfitt að sjá hvernig áfengisgerð hefur orðið til fyrir tilviljun í framhaldi af fyrstu leirkeramununum ef maður hugsar aðeins út í það ;-)
Vín verður til í náttúrunni á haustin þegar aldin fara að skemmast (ástæðan fyrir fleiri bílslysum á haustin í einhverjum löndum þar sem dýr verða full :P) Menn hafa örugglega fengið hugmyndina þaðan, óvart borðað eitthvað skemmt og komist að því að áhrifin eru skemmtileg :) Ég held að víngerð sé eldri en leirkerin.
Skemmdir ávextir eru varla vín, en jú, það er afar líklegt að fólk hafi orðið fullt eftir að hafa borðað skemmda ávexti. Það sem ég átti við er að einhver hefur verið að búa til berjasaft og geymt í krukku og síðan drukkið það eftir að það hefur gerjast.
Ber sem byrja að skemmast í náttúrunni byrja að gerjast. Það hafa orðið slys vegna þess að elgir eru undir áhrifum. Það er auðvitað ekki vín, en það hefur áhrif.
Ég sagði í fyrstu línunni að vissulega hefur fólk líklegast orðið fullt á skemmdum berjum og þ.a.l. augljóslega ekki að neita áhrifum þeirra. Takk samt fyrir að gera ráð fyrir því að ég sé fáviti og útskýra þetta nánar fyrir mér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..