Það er nú satt að segja ekki aðal gallinn á þessari könnun, eitthvert málfræði-nitpick. Það er oft sagt um löngu dauðar sögufrægar persónunur að þær SÉU eitthvað, t.d. “Winston Churchill er áhrifamesti stjórnmálamaður Bretlands á 20. öld” eða “Genghis Khan er einn alræmdasti stríðsherra sögunnar. Þó báðir séu þeir auðvitað ”as dead as Julius Caesar“.
Það sem er að þessarri könnun, er að maður fær val á milli ”algjör auli - ágætur - snillingur“ eða að annaðhvort vita ekki hver hann var, eða vera óákveðinn.
Þarna vantar alveg kosti eins og t.d. ”illur snillingur“ og ”venjulegur maður“, eða jafnvel ”geðsjúklingur".
_______________________