Veit einhver hér til þess að einhver Íslendingur, eða íslensk-ættaður (þá ekki 1/7 íslendingur eða e-ð álíka) hafi verið myrtur eða lent í útrýmingarbúðum Þjóðverja í Seinni Heimsstyrjöldinni?
Og annað sem mig hefur alltaf langað að vita, hvaða kafbátur (eða var það ekki annars kafbátur?) sökkti Gullfossi? Þá skipinu er ég að tala um.
Ef ég man rétt, þá lét enginn Íslendingur lífið í fangabúðum nasista í WWII, en einn komst þó nálægt því, Leifur Muller. Þú getur lesið allt um það í bókinni “Býr Íslendingur hér?”
Ég man samt svo vel eftir einhverri frétt þar sem talað var við einhverja gamla konu sem átti bróður eða kærasta eða e-ð sem fór til Danmerkur eða e-ð svoleiðis og var síðan fluttur í fangabúðir og var álitinn dauður *-)
Langafi skólabróður míns var víst illa farinn eftir fangabúðir. Hann var einmitt fréttaþulurinn sem sagði “og svo kem ég aftur á morgun til að lesa sömu lygarnar aftur” og hvarf svo (nokkuð þekkt). Hann bjargaðist reyndar og komst til Íslands, en nokkuð seinna þá fékk hann sent bréf (man samt ekki hvort konan hans hafi fengið það og hann hafi verið dáinn þá) sem í stóð að það hafi átt að drepa hann bara 2-3 vikum eftir að Bandamenn björguðu honum.
Óskar Vilhjálmsson hét sá maður, og samkvæmt frásögn Leifs Mullers dó hann úr veikindum í fangabúðum. (vissi þetta ekki áður en ég skrifaði korkinn, sökkti mér aðeins í málið þegar DutyCalls sagði mér frá Leif Muller) Eeeen kannski fer hann með vitleysu… Leifur hitti Óskar í smástund einn dag og Óskar var þá mjög veikur, svo næsta dag var Leifur fluttur eitthvert eða e-ð álíka og þá var honum sagt að Óskar hefði dáið úr veikindum. Svo er líka sagt þarna á síðunni sem ég fór á að Óskar hefði aldrei snúið aftur og tilkynningarnar hætt einn daginn.
Það kom allavega fram á þessari síðu sem ég var á að þessi Óskar hafi einmitt verið sá sem las áróður nasista í Þýska Útvarpsútsendingu til Íslands, og endaði stundum á því að segja “og ég verð hér aftur á morgun til að lesa sömu lygina” eða e-ð álíka.
Uhm… Þeir sem lentu í útrýmingarbúðum voru gyðingar, hommar, fatlaðir, og ákveðnir fleiri flokkar og þeir voru drepnir. Þeir sem fóru í SS börðust í stríðinu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..