Já, þessi könnun er frekar gölluð. WWII var aðeins flóknara en HM. Og erfitt að halda með einhverjum í “keppni” sem háð var og útkljáð löngu fyrir fæðingu manns.
Og burtséð frá því, þá er líka erfitt að ímynda sér hverjum maður hefði “haldið með” hefði maður verið uppi á þessum tíma. Sjálfum hefur mér alltaf þótt Þjóðverjarnir “kúl”, og virt Rússana fyrir þeirra hörku; en þegar allt kemur til alls, séð mest sameiginlegt með mínum lífsskoðunum og málstað vestrænna bandamanna. Þessvegna kaus ég “Bandaríkin”.
Hvort ég hefði verið jafn vestrænt lýðræðis-sinnaður á þessum miklu óvissutímum árið 1939, veit ég ekki alveg, þó auðvitað vilji ég trúa því. Það er alltaf hægt að vera vitur eftirá.
Afar mínir og ömmur voru öll ungt fólk í þessu stríði, og töluðu oft um það. Öll sögðust þau alltaf hafa sem unglingar haft fyrirlitningu á þýskum nazistum, og aðeins eitt þeirra viðurkenndi að hafa verið “rauð” og trúað á kommúnismann fyrir stríðið. Öll sögðust þau hafa haldið með bandamönnum í stríðinu. Jafnvel þó nærvera þeirra væri stundum pirrandi, þá komu þeir komu þó með pening, og settu sannarlega líf & fjör í þjóðlífið!
Og ætli það hefði þá ekki verið svipað með mann sjálfann? :)
_______________________