Já, endilega leyfðu okkur að lesa hana.
Í mínu ungdæmi, þegar maður var búinn að leggja ómælt erfiði í svona “stórvirki”, las það yfirleitt enginn nema sögukennarinn sem krotaði “Gott, 9.0” á síðustu síðuna.
Og líka auðvitað vinir manns, kannski ekki alveg jafn sögu-áhugasamir. Þeir fengu ritgerðina á næstu önn, breyttu orðaröð hér & þar og skiluðu - og fengu að sjálfsögðu sama “Gott, 9.0” krotað á hana! ;)
Í dag geta menn þó “gefið út” ritgerðina á netinu, þar sem aðrir áhugamenn lesa hana og gefa sitt álit. Spáðu aðeins í því :)
_______________________