Þegar ég sendi þessa grein inn um daginn þá vantaði í kaflann um sköpunina samkvæmt biblíunni, ég skrifaði hann því upp aftur eins og hann á að vera, gjörið þið svo vel:


Sköpun mannsins samkvæmt Biblíunni:

Samkvæmt Biblíunni skapaði Guð Adam og Evu og þau lifðu í paradís (Eden).
Hinn fullkomin Drottinn skapari himins og jarðar á að hafa skapað manninn í sinni mynd en maðurinn er ófullkomin.
Ef sköpunarverkið er ófullkomin hlýtur skaparinn að hafa sína galla líka, nema allt það ófullkomna varðandi manninn sé komið frá eplabitanum hennar Evu, en hún narraði síðan manninn sinn til að fá sér bita líka.

Guð sagði: Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni.
Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. (1. Mósebók, 1. kafli)

biblían segir að sköpun heimsins hafi aðeins tekið sjö daga og Guð hafi bara smell fingrum og þá birtust Adam og Eva. En eins og segir í þjóðsöng okkar Íslendinga þá eru 1000 ár hjá okkur eins og einn dagur hjá Drottni.

Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, tímanna safn.
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
og þúsund ár dagur, ei meir…


Þannig að ég trúi því að Guð hafi orsakað stórahvell þannig að heimurinn skapaðist, síðan skapaði hann mann apann sem hefur síðan þróast í nútímamanninn og eftir nokkur milljón ár verður Homo Sapiens búinn að þróast í Homo Robotus.

http://ee.eng.usf.edu/snider/light/artist/Michaelangelo/adam.jpg
Fæðing Adams, Michaelangelo.