Nei, tryggvi gæti vel verið 13 ára. Þegar ég var á þeim aldri og byrjaður að drekka í mig sagnfræði-fróðleik úr öllum bókum sem ég fann, þótti mér einmitt þægilegt að skrifa stuttar samantektir á hryllilega frumstæða PC tölvu þess tíma, bara svo efnið sæti betur í mér. Og kannski til að svala einhverri skrif-þörf.
Ég skilaði alltaf söguritgerðum bæði í gaggó og fjölbraut vel fyrir dedlænið, enda átti ég lager af þessu. Það sem ég notaði ekki sjálfur fengu vinir mínir þegar þeim vantaði “instant söguritgerð”, þurftu bara að orðlengja smávegis og skila því sem ritgerð daginn eftir.
(Og ég er ekkert að þykjast merkilegur, því árangur minn í stærðfræði og íþróttum var jafn-framúrskarandi ömurlegur!)
En mér sýnist tryggvi vera svipaður. Enda hef ég aðeins einu sinni sett verulega út á skrif hans: þegar grein hans um sögu Bandaríkjanna var alvarlega menguð af barnalegri hlutdrægni, samkvæmt núverandi unglingatísku. En ég held að hann sé í alvöru 13 ára, þó kannski eigi hann bara örfáa daga í að verða 14! ;)
_______________________