Ég heyrði þetta í úvarpinu í gær en veit ekki hvort að þetta var bull en það var talað um að læknar á Íslandi held ég (veit ekki hvort hann hafi verið að tala bara um lækna almennt eða bara á Íslandi) hafi fyrr á öldum verið eitt vinsælasta starfið rétt eins og er svoldið í dag. Ég veit allavega um nokkuð marga sem að stefna á læknisnám.
En það sem að ég heyrði síðan í útvarpinu vakti forvitni mína og það er að þetta starf hafi verið svona vinsælt vegna þess hve létt og vel borgað það var. Hlutverk læknanna var samkvæmt þessu að sitja hjá sjúka fólkinu og ef það dó þá dó það og ef það lifði þá þökkuðu allir lækninum eins og hann væri guð eða eitthvað.
Þetta gæti verið kjaftæði, langaði bara að deila þessu með ykkur.