Einhver bandarískur aðmíráll í WWII (man ekki hver) þakkaði bara guði fyrir að Japanir hefðu ekki skipulagt þessar árásir sínar betur. Ef þeir hefðu t.d. látið 5-10 vélar ráðast á eitt skip, í stað þess að ráðast allar handahófskennt hver á sitt skipið, hefðu Kanar engum vörnum við komið, og hefðu lent í mjög alvarlegum vandræðum.
Þannig að hugmyndin var kannski ekki beint léleg frá hernaðarsjónarmiði, bara hryllilega illa útfærð. Að auki var smá sálfræðilegur “fear factor” í þessu, Kanar fóru að spá “Við hverslags djöfuls brjálæðinga erum við eiginlega að berjast?!” Þeir höfðu svosem séð ýmislegt brjálæðislegt frá Japönum, en þetta sló samt allt út.
Það er að ég held aðallega siðferðislega sem allt þetta “kamikaze” konsept þykir geðveikislegt og viðbjóðslegt. Í vestrænum augum allavega, í Japan er víst enn í dag mun betri skilningur á þessu.
_______________________